Við undirritaðir íbúar förum fram á endurskoðun fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, fyrir reit M22 undir Úlfarsfelli. Árétta skal að íbúaráð, íbúasamtök, stór félagasamtök á borð við Fram og fl. hafa í nýafstöðnu skipulagsferli gert alvarlegar athugasemdir við breytt framtíðaráform í skipulagssvæðinu þar sem rýmisfrekri starfsemi er ætlað að koma í stað íbúðabyggðar. Þessum áformum er hér með mótmælt. Við hvetjum borgaryfirvöld til að virða íbúalýðræði og tryggja um leið að reitur M22 undir Úlfarsfelli, "síðustu suðurhlíðar í Reykjavík" sé skipulagður fyrir mannvæna lifandi íbúðabyggð í bland við hreinlega og fjölbreytta starfsemi í verslun og þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag, eins og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.
03.01.2021 - 03.02.2021
Björn Ingi Björnsson