Undirskriftalisti

Responsive image

Við skorum á stjórnendur Listaháskóla Íslands og stjórnvöld að bregðast við breyttum aðstæðum skólans vegna Covid-19

Nemendur Listaháskóla Íslands, fara fram á að fá svör og skýrt skipulag fyrir næsta skólaár - sem skólinn og ríkisstjórnin eru ekki að veita okkur. Einnig förum við fram á lækkun skólagjalda því námið er skert vegna covid-19 ásamt því að lækkun skólagjalda almennt sé skoðað. We, the students of IUA, need answers and plans for the coming school year - that the school and government is not currently providing us with. We also demand that the tuiton fees will be reduced due to our education being limited because of Covid-19 - as well as looking into lowering the fee all together. Við skorum á ríkistjórnina að gera skólann aðgengilegan undir ásættanlegum kringumstæðum og fjárhagslega sanngjarnan í ljósi þess að nám okkar er skert. Við förum fram á að Menntamálaráðherra hefji samræður við skólann um lækkun skólagjalda - bæði á covid tímum en einnig undir venjulegum kringumstæðum. Ef nám á komandi skólaári verður skert, förum við fram á að skólagjöld nemenda séu lækkuð í samræmi við það. Við þurfum að fá svör frá skólanum hvernig hann hyggst skipuleggja nám allra deilda á komandi skólaári og undir hvernig kringumstæðum búist er við að nemendur stundi nám. Við, nemendur, eru einungis að fara fram á ásættanlega og raunhæfa leið til að stunda nám, á öruggan hátt. Hér að neðan má finna kröfur okkar og tillögu að lausnum: 1. Skólinn þarf að útbúa einhvers konar plan fyrir nemendur yfir aðgengi að verkstæðum og öðrum svæðum skólans – svo nemendur geti haft aðgang, á öruggan hátt. Í stað þess að loka skólanum alveg vilja nemendur geta komið í skólann í litlum hópum og nota þau verkstæði/svæði sem þau þurfa, innan ákveðins tímaramma. 2. Nemendur fá að hitta kennara sína einu sinni í viku eða oftar, einstaklingssamtal eða í litlum hópum (5-10 manns). 3. Nemendur fá aðgang að vinnurými, ekkert endilega í skólanum sjálfum en skólinn mun útvega vinnurými fyrir nemendur, þar sem það er nauðsynlegt til að stunda listnám. Skólinn mun þar að auki lána nemendum þann búnað, nauðsynlegan til náms, bæði innan og utan skólans – svo nemendur geti sinnt námi sínu. Það væri á ábyrgð nemenda að sótthreinsa búnað við skil. 4. Yfirmenn skólans jafnt og kennarar þurfa að vera í samtali við nemendur í hverri deild og komast að samkomulagi um hvernig fyrri önn þessa skólaárs og mögulega næsta önn, muni verða háttað varðandi aðstöðu og skipulag. 5. Nemendur sem útskrifast á skólaárinu þurfa að fá upplýsingar frá skólanum varðandi einkasýningarnar í haust og plan til að vinna eftir. Nemendur sem útskrifast í vor vilja fá langtímaplan fyrir vorönnina svo þeir geti gert ráðstafanir vegna Covid-19. Skólinn þarf að aðlaga skólastarf að þessum erfiðu tímum – betur en gert var á síðustu önn. 6. Rektor eða fulltrúi Listaháskólans heldur upplýsingafundi reglulega fyrir nemendur og starfsfólk í gegnum live stream til að miðla upplýsingum. Einnig þarf að vera tækifæri fyrir nemendur til að fá svör við spurningum.

10.08.2020 - 01.10.2020

Allir Íslendingar

Diljá Björg Þorvaldsdóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.