Undirskriftalisti

Responsive image

Áskorun frá íbúendum Neskaupstaðar til eigenda Kjörbúðarinnar.

Áskorun Við undirrituð, íbúar og viðskiptavinir Kjörbúðarinnar í Neskaupstað, skorum hér með á eigendur hennar að bæta úr þeirri aðstöðu sem viðskiptavinir hennar þurfa að búa við í dag. Lengi voru tvær eða fleiri matvöruverslanir hér í bæ en núna er bara ein eftir, Kjörbúðin, og þurfum við að búa við að húsnæði hennar er á engan hátt nægjanlega stórt og samfara því minna vöruframboð og hátt vöruverð. Skorum við því á Samkaup að bregðast við þessari stöðu með myndarlegum hætti, stækka verslunina og breyta henni í Nettóbúð. Með þeim hætti mætti standa frekar við loforð um lægra vöruverð en nýleg verðkönnun ASÍ sýnir fram á að Kjörbúðin hefur hækkað vöruverð mest allra matvöruverslana á síðastliðnu ári. Við viljum taka skýrt fram að áskorun þessi snýr alfarið að húsnæði og starfsemi Samkaupa en ekki að starfsfólki ykkar hér sem hefur staðið sig með afbrigðum vel í alla staða og ekki síst á meðan Covid 19 faraldurinn reið yfir.

15.06.2020 - 01.07.2020

Aldursbil 18 - 113 Sveitarfélög Fjarðabyggð Póstnúmer  715, 720, 721, 730, 731, 735, 736, 740, 741, 750, 751, 755, 756, 760, 761

Sigríður Margrét Guðjónsdóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.