Undirskriftalisti

Responsive image

Verndum Víðistaðatún

Við viljum mótmæla tillögu Hafnarfjarðarbæjar um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025: Svæði Norðurbær og Víðistaðasvæði. Á fundi bæjarstjórnar þann 28.11.2019 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut. Á fundi þann 05.02.2020 voru síðan gerðar ákveðnar breytingar á upphaflegri tillögu. Tillagan gengur út á að breyta hluta Víðistaðasvæðis í íbúðarsvæði. Þannig verður land á milli Hjallabrautar og hraunjaðars nýtt undir íbúðabyggð en í dag er þar fjölbreyttur gróður auk hjóla- og göngustígs. Við, íbúar hverfisins auk Skátafélagsins Hraunbúar mótmælum því að áform þessi nái fram að ganga. Víðistaðatún er einstök perla í Hafnarfirði og er túnið mikið nýtt til útivistar af ýmsu tagi, ekki eingöngu af íbúum svæðisins, Skátafélaginu og leikskólabörnum heldur Hafnfirðingum öllum. Mikilvægt er að standa vörð um svæðið og að það skerðist ekki á nokkurn hátt þá til að auka aðgengi að því. Öll ásýnd svæðisins mun breytast mjög við að í stað þess að svæðið sé innrammað trjágróðri sem ýtir undir þá upplifun að um sé að ræða vin í bænum, mun það verða innrammað tveggja hæða húsum. Nær væri að bæta almennt aðgengi að Víðistaðatúni og að auka enn á gildi þess með landsmótun og uppsetningu áhalda eins og Skólahreystibraut og uppsetningu varanlegs sviðs til viðburðahalds. Ekki verður séð að nauðsyn knýi á um að þétta byggð á þessu svæði. Nóg er til af öðru byggingarlandi í bæjarlandinu. Til viðbótar rökum um að vernda svæðið sem slíkt verður að bæta því við að þessi tillaga er óásættanleg vegna hagsmuna Skátafélagsins Hraunbúar. Fyrir það fyrsta mun verða mikil umferð um bílastæðið þeirra og það í raun breytast í götu, þá er ljóst að bílastæðum mun fækka vegna djúpgáma sem taka munu pláss nokkurra stæða auk þess sem þessi nýja íbúðagata mun án vafa nýta bílastæðin að einhverju leyti s.s. í hvert sinn sem einhver mannfögnuður á sér stað hjá íbúum þess. Við trúum því að með samtakamætti sé hægt að ná eyrum stjórnenda bæjarins og koma í veg fyrir þetta skipulagsslys.

05.05.2020 - 01.06.2020

Allir Íslendingar

Kristinn Freyr Haraldsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.