Undirskriftalisti

Responsive image

Forráðamenn og meðlagsgreiðendur fái mánaðarlegar barnabætur.

Í skattkerfi okkar fá allir fullorðnir einstaklingar persónuafslátt. Þetta er gert til að skattkerfið taki mið af framfærslukostnaði. Á Íslandi hafa barnabætur verið tekjutengdar. Það fyrirkomulag þýðir að foreldrar sem hafa meðaltekjur eða hærri borga sérstakan hátekjuskatt sem aðrir skattborgarar greiða ekki. Einnig vantar skattalega ívilnun fyrir meðlagsgreiðendur. Réttmætt er að skattkerfið taki tillit til framfærslu kostnaðar allra þegna landsins, líka barna og meðlagsgreiðenda. Þessar barnabætur ættu að miðast við ákveðið hlutfall persónuafsláttar. Skorað er á Alþingi að endurskoða fyrirkomulag barnabóta.

01.04.2020 - 25.05.2020

Allir Íslendingar

Jón Halldór Guðmundsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.