Undirskriftalisti

Responsive image

Miðflokksmálið - ári síðar

Við undirrituð krefjumst áþreifanlegra breytinga á starfsumhverfi þingsins. Að Alþingi setji og standi við reglugerðir eða aðgerðaáætlun sem veiti vernd gegn hvers konar ofbeldi og kúgun gegn starfsmönnum. Hvar liggur hugur landans nú þegar ár er liðið frá Klaustursmálinu svokallaða. Sem líklega ætti að kalla Miðflokksmálið þar sem allir sem komu að málinu eru í stjórn flokksins. Lítið hefur gerst á þessu ári hvað varðar þá sem teknir voru fyrir og fyrir þær konur á þingi sem brotið var á. Tölfræði sýnir að konur endast síður í þingstörfum en karlar og þetta atvik er síst til að bæta það. Þau kerfi eða viðbrögð sem ætluð voru til þess að taka á svona atburði reyndust veikburða og eftir situr landið sem efst er á listum yfir jafnrétti og annað slíkt með þing þar sem starfsandinn er þvingaður að margra sögn. Auk kynbundins ofbeldis þrífst líka annars konar langtíma kúgun sem er ókynbundin. Hægt er t.d. að hafa Sameinuðu þjóðirnar sem fyrirmynd.

19.11.2019 - 19.12.2019

Allir Íslendingar

Bára Halldórsdóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.