Undirskriftalisti

Responsive image

Betri flokkun

Stjórnvöld og sveitarfélög kvarta yfir að almenningur sé ekki eða lélegt að flokka ruslið sitt en vandamálið er að þau eru lítið að gera til að auðvelda það fyrir hinn almenna borgara. Það er t.d. misjafnt eftir sveitarfélögum hvað og hvernig á að flokka ruslið sem gengur auðvitað ekki! Almenningur á ekki að þurfa að vera með efnafræðimenntun til þess að geta flokkað ruslið rétt í sundur. Þessu verður að breyta ef það á að nást virkilegur árangur! Það er ekki svo erfitt heldur, það sem þarf að gera er: * Hafa sama flokkunarkerfi á öllu landinu (mikilvægasti punkturinn). * Skylda framleiðendur/verslanir að merkja umbúðirnar með flokkunarmerki sem væri komið á samhliða því að gera landið allt að einu flokkunarkerfi. * Vera með vefsíðu/app þar sem er hægt að nálgast upplýsingar um nánast hvaða vöru sem er (væri hægt að skylda verslanir að skrá inn þær vörur sem þær bjóða uppá inní þetta kerfi) og sjá hvers konar umbúðir er verið að nota og þar af leiðandi hvernig eigi að flokka þær. * Vera með flokkunartunnur og/eða gáma aðgengilega fyrir fólk. * Sumt væri hægt að umbuna fyrir eins og með drykkjarflöskurnar. Hvers vegna er peningaleg umbun ekki notuð fyrir fleira en bara skil á drykkjarflöskum? Það er með þetta eins og margt annað, kerfið þarf að vera til staðar áður en hægt er að ætlast til árangurs og það þarf að vera nánast "imba proof" til þess að allir eða allavega flestir taki þátt. Það er samfélagslegur ávinningur af því að þetta sé í lagi, þess vegna þarf þetta að vera einfalt og ódýrt fyrir fólk.

01.10.2019 - 31.10.2019

Aldursbil 0 - 120

Stefán Helgi Kristinsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.