Undirskriftalisti

Responsive image

Drögum úr notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu

Á Alþingi er til meðferðar frumvarp til nýrra umferðarlaga. Þar er ekki gert ráð fyrir heimild til að leggja á nein gjöld vegna notkunar nagladekkja eins og var í upphaflegum drögum að frumvarpinu. Eðlilegt verður að telja að sveitarfélögin fái þessa heimild enda yrði gjaldið hóflegt, og gætu þá sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nýtt heimildina til að draga úr loft- og svifryksmengun, hávaða og sliti á götum, sem leiðir af mikilli notkun nagladekkja. Hefur þetta verið gert með góðum árangri í Noregi. Þetta væri jafnframt í samræmi við loftslagsstefnu stjórnvalda. Vissulega tryggja nagladekk oft aukið öryggi og er alls ekki lagst gegn notkun þeirra en reynsla Norðmanna hefur sýnt að draga má talsvert úr óþarfa notkun þeirra í stærri borgum með hóflegri gjaldtöku. Það er Íslendingum ekki til sóma að loftgæði á höfuðborgarsvæðinu fari nokkra daga ár hvert vel yfir viðmiðunarmörk ef hægt er að koma í veg fyrir það á tiltölulega einfaldan hátt. Sjá nánar: www.samgongur.is/nagladekk

05.04.2019 - 05.06.2019

Allir Íslendingar

Jónas B. Guðmundsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.