Undirskriftalisti

Responsive image

Við viljum breyttar lista-og menningarstofnanir

English below Markmiðið þessa lista er að safna undirskriftum þeirra sem vilja skora á lista- og menningarstofnanir að gera róttækar breytingar til að auka verulega þátttöku og sýnileika jaðarsettra hópa. Eftir að undirskriftum hefur verið safnað verður eftirfarandi bréf sent á allar helstu menningarstofnanair landsins, og listræna stjórnendur þeirra, og nöfn þeirra sem skrifa undir birt undir bréfinu. Listir eiga að endurspegla sögur fólksins í samfélaginu. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá 2022 eru um 22% Íslendinga af erlendum uppruna og samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnun er 16% mannkyns fatlað. Aðgengi fatlaðs fólks, fólks af erlendum uppruna, trans og kynsegin fólks og annarra jaðarsettra hópa að störfum í listum er mjög takmarkað, hvort sem um ræðir sem sýnendur, flytjendur, höfunda, listræna stjórnendur eða fagfólk í öðrum störfum í menningargeiranum. Sögur þessara einstaklinga birtast okkur örsjaldan og birtingarmyndir þeirra bera þess skýr merki að innan stofnananna sé ríkjandi sjónarhorn ófatlaðra, gagnkynhneigðra og sískynja „hvítra“ Íslendinga. Það er mikið vald fólgið í því að velja hvaða sögur eru sagðar, hvernig þær eru sagðar og hvað er ekki sagt. Um langt skeið hafa hagsmunasamtök og einstaklingar innan jaðarsettra hópa kallað eftir breytingum þegar kemur að þátttöku og birtingarmyndum þeirra innan lista- og menningargeirans en fengið sorglega dræmar viðtökur og litla áheyrn. Ef aðilar sem tilheyra þessum hópum hafa ekki aðkomu að því að fjalla um sinn veruleika verður niðurstaðan ekki þrívíðar persónur sem einstaklingar innan hinna jaðarsettu hópa geta samsamað sig við heldur staðalímyndir byggðar á hugmyndum hins utanaðkomandi. Í vetur hafa komið upp tvö dæmi þar sem ríkisreknar sviðslista stofnanir hafa sett upp sýningar sem innihalda særandi og skaðlegar staðalímyndir jaðarsettra hópa. Þrátt fyrir að viðkomandi hópar hafi gagnrýnt þær og óskað eftir breytingum voru engar grundvallarbreytingar gerðar og birtingarmyndunum viðhaldið út sýningartímann. Þegar menningarstofnanir firra sig ábyrgð á slíkum birtingarmyndum þá eru skilaboðin þau að þær samþykki útilokandi birtingarmyndir á jaðarsettum hópum, og að listir séu því aðeins fyrir hinn ráðandi hóp í samfélaginu. Við sem undirritum þetta bréf, viljum aukinn fjölbreytileika í verkefnavali, ráðningum og tækifærum innan allra listgreina og að listmenntun verði aðgengileg fyrir öll. Við viljum að menningarstofnanir gangist við þeirri ábyrgð sem þeim er falið, að tryggja að liststarfsemi endurspegli raunverulega félagslega og menningarlega flóru landsins. Að menningarstofnanir geri róttækar breytingar til að auka verulega þátttöku og sýnileika jaðarsettra hópa. Ábyrgðin á að ná fram þessum breytingum á hvorki að liggja hjá jaðarsettum hópum og né undirfjármagnaðri grasrótinni. Menningastofnanir hafa alla burði til að vera stolt og leiðandi afl þegar kemur að framþróun, breytingum og mannréttindum. Við óskum eftir svörum frá stjórnendum [viðkomandi stofnunar] við eftirfarandi spurningum: Liggur fyrir stefna og aðgerðaáætlun um inngildingu hjá [viðkomandi menningarstofnun]? Ef svo er, getum við vinsamlegast fengið að sjá eintak ef henni og dæmi um hvernig henni er framfylgt? Hver ber ábyrgð á að stefnu ykkar sé framfylgt? Ef engin stefna liggur fyrir er þá áætlað að ráðast í slíka vinnu bráðlega? Ef svo er, hvenær og hvernig mun sú vinna fara fram? Ef ekki, hvers vegna ekki? Kemur fólk úr jaðarsettum hópum og ólíkum hópum þjóðfélagsins að ákvarðanatöku hjá stofnunni, t.d. hvað varðar verkefnaval, ráðningar, listræna stjórnun? Er hægt að sjá tölulegt yfirlit yfir slíkt? Með von um skjót og góð viðbrögð English Version This project aims to collect the signatures of those who want to challenge art and culture institutions to make radical changes to significantly increase the participation and visibility of marginalized groups in the arts. After the signatures have been collected, the following letter will be sent to all the major cultural institutions in Iceland, their artistic directors, and the names in the signatures will be published below the letter. Art and art work should reflect the stories of people in our society. According to the Icelandic Bureau of Statistics, 22% of Icelanders in 2022 were of foreign origin, and according to WHO, 16% of the world's population is disabled. Disabled people, people of foreign origins, LGBTQIA+ and other marginalized groups have very limited access to jobs within the arts in Iceland, whether as artists, performers, writers, curators, artistic directors and other jobs within the field. These groups' stories are rarely told, and the few representations there are usually are from the point of view of the ‘white’, straight, able-bodied cisgender Icelander. Those who decide whose stories are told, who gets to tell them, and what goes untold are in a position of power. For a long time and with little success, interest groups, and people, belonging to marginalized groups, have been calling for equal participation and representation within the art world. If marginalized people are not included in telling their own stories or representing themselves, the result will be a continuation of unrelatable stereotypical characters.. This past winter saw two performances, produced by publicly funded institutions, that included harmful and insulting stereotypes. Despite criticism and calls for change from affected groups, no fundamental changes were made, and these stereotypes were allowed to stand throughout the runs of the shows. When cultural institutions abdicate responsibility for such manifestations, they send the message that they accept the exclusion of marginalized groups, and that public art belongs only to the dominant groups of society. We who sign this letter want diversity and inclusivity when it comes to programming, hiring, and opportunities within the arts, as well as art education that is accessible to all. We call on cultural institutions to recognize their responsibility in representing the diversity of our society and to make radical changes to increase the visibility of marginalized groups in all levels of power. This responsibility should not lie with the marginalized individuals nor rely on an underfunded grassroots art scene to pave the way. Art institutions have all the means and resources to be a proud and leading force for progress, change, and human rights. We therefore ask [cultural institution / organization] to send us answers to the following questions: Does [cultural institution/organisation] have a diversity and inclusion policy and action plan? If so, could we have a copy of it and examples of how it is implemented? Who within your institution/organisation is responsible for enforcing the policy? If there is no policy, do you have plans to implement one in the near future? If so, when and how will that work take place? If not, why not? Are individuals belonging to marginalized groups and minority groups involved in decision making within institution/organisation e.g. in regard to artistic direction, programming, hiring, art practice or as members of boards and committees? Do you have statistical information regarding this that we could see? Looking forward to your prompt response.

17.05.2023 - 04.06.2023

Aldursbil 18 - 110

Jovana Pavlovic

Skráningar á lista



Það hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.