Undirskriftalisti

Responsive image

Íbúakosning um áframhald viðræðna við Heidelberg

Undirrituð krefjast þess að farið verði í íbúakosningu þar sem spurt verði hvort íbúar í Ölfusi vilja fela meirihluta bæjarstjórnar Ölfuss að halda áfram viðræðum við Heidelberg Materials með það að markmiði að Heidelberg Materials reisi vinnslu og byggingar á þeim lóðum sem búið er að úthluta. Mikilvægt er að kosningin fari fram sem allra fyrst svo sveitarfélagið skuldbindi sig ekki meira en nú þegar er orðið. Í samþykktum Sveitarfélagsins Ölfuss segir í 66. grein um almenna atkvæðagreiðslu að frumkvæði íbúa: ,,Ef 25% þeirra sem kosningarrétt eiga í sveitarfélaginu óska almennrar atkvæðagreiðslu skv. 108. gr. sveitarstjórnarlaga skal bæjarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst. Bæjarstjórn skal fjalla um beiðni þar að lútandi á næsta fundi sínum og taka ákvörðun um hvort fresta skuli réttaráhrifum þeirrar ákvörðunar sem krafist er að fari í atkvæðagreiðslu frá og með þeim tíma að bæjarstjórn hefur fjallað um beiðnina. Fresta skal réttaráhrifum viðkomandi ákvörðunar ef þess er nokkur kostur að teknu tilliti til aðstæðna hverju sinni.”

14.11.2022 - 28.11.2022

Aldursbil 18 - 99 Sveitarfélög Sveitarfélagið Ölfus Póstnúmer  815

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.