Undirskriftalisti

Responsive image

Verndum lífeyrissparnað unga fólksins!

Lífeyrissjóðir standa betur en áður eftir ævintýralegar hækkanir á mörkuðum árið 2021. Því er öruggt að kynslóðirnar muni geta verið lengur og lengur á ellilífeyri, eftir því sem þær verða langlífari. En nú hafa minnst tveir lífeyrissjóðir, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sótt um leyfi til að færa uppsöfnuð lífeyrisréttindi á milli kynslóða. Frá þeim sem eru 48 ára og yngri og til þeirra sem eru fimmtugir eða eldri. Lífeyrisréttindi sem hinir yngri höfðu unnið sér inn í góðri trú, hlotið í skiptum fyrir iðgjöld, og eru nú stjórnarskrárvarin eign þeirra—enda er full innistæða í lífeyrissjóðunum. Stjórnvöld gætu leyft þessum lífeyrissjóðum að hækka skuldbindingar sínar gagnvart eldri sjóðfélögum. En ef skerðing á stjórnarskrárvarinni eign yngri sjóðfélaga verður svo fyrirsjáanlega dæmd ógild, þá munu lífeyrissjóðirnir tveir ekki eiga efni á að greiða lífeyri. Nú er lag að yfirvöld hafni umsókn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og að lífeyrissjóðirnir séu heiðarlegir með hvaða ellilífeyri hver sjóðfélagi hefur unnið sér inn fyrir og standi við að greiða þann ellilífeyri til fulls.

22.06.2022 - 31.07.2022

Aldursbil 0 - 100

Bjartur Thorlacius

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.