Undirskriftalisti

Responsive image

Ég styð Tré lífsins

Tilgangur listans er að safna undirskriftum til stuðnings Tré lífsins. Reisa þarf nýja bálstofu á Íslandi en bálstofan í Fossvogi er að renna sitt skeið þar sem hún er orðin 74 ára gömul og er ekki búin neinum mengunarvarnabúnaði. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma, sem reka bálstofuna í Fossvogi, vilja reisa nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði. Ef ríkið lætur kirkjugarðana fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu verður ekkert af Tré lífsins. *Dómsmálaráðherra mun taka ákvörðun um þetta á næstu vikum* Tré lífsins er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun sem vill reisa nýja bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Auk bálstofunnar verður í húsakynnum Tré lífsins kveðjurými, kyrrðarrými og fjölnota athafnasalur fyrir nafngjafir, hjónavígslur o.s.frv. Á lóðinni rís fyrsti Minningagarður landsins þar sem hægt verður að dreifa ösku ástvina eða gróðursetja hana ásamt tré. Áætlað er að Minningagarðar rísi um allt land en Tré lífsins leggur áherslu á að þjónusta alla landsmenn jafnt. Með Tré lífsins viljum við fjölga þeim valkostum sem fólk hefur úr að velja fyrir stóru stundirnar í lífinu og fyrir okkar hinstu kveðjustund. Minningagarðarnir gefa okkur færi á að kveðja ástvini okkar á nýjan hátt, með því að gróðursetja tré með ösku viðkomandi, en mikilvægast er að val hvers og eins sé virt og takmarkað sem minnst. Tré lífsins er óháður staður og er hjartanlega opinn öllum óháð trú þeirra eða lífsskoðun. Hægt verður að halda lífsins gleði- og sorgarstundir hjá Tré lífsins og fá athafnastjóra síns trúar- eða lífsskoðunarfélags til að stýra athöfninni. Tré lífsins vill eiga í góðu samstarfi við öll trúar- og lífsskoðunarfélög landsins, veita góða þjónustu og sýna vali hvers og eins skilning og virðingu. Listinn verður afhentur Dómsmálaráðherra þann 2.maí 2022. Við óskum eftir þínum stuðningi. Nánar á www.trelifsins.is

31.03.2022 - 27.04.2022

Aldursbil 16 - 110

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.