Undirskriftalisti

Responsive image

Útvarp í öll jarðgöng á Íslandi

Á Íslandi eru 11 jarðgöng fyrir almenna umferð ökutækja. - - - Fern göng (Hvalfjarðargöng, Dýrafjarðargöng, Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng) eru með búnað til útsendinga útvarps ásamt tilheyrandi öryggisbúnaði (ljósaskilti o.fl.). - - - Ein göng ( Bolungarvíkurgöng) eru með búnað til útsendinga útvarps, uppsett af einkaðila skv. tímabundnum samningi, en ekki með tilheyrandi öryggisbúnaði. - - - Sex göng (Göng undir Breiðadals- og Botnsheiðar (einbreið að hluta), Strákagöng (einbreið) , Héðinsfjarðargöng, Múlagöng (einbreið), Fáskrúðsfjarðargöng og Almannaskarðsgöng), eru án alls búnaðar til útsendinga útvarps. - - - Til að auka öryggi, öryggistilfinningu og vellíðan þeirra sem fara um þau göng sem talin eru í liðum 2 og 3 og til að jafnræðis sé gætt er skorað á stjórnvöld að breyta gildandi reglum og sjá til þess að komið verði fyrir búnaði til útsendinga útvarps ásamt tilheyrandi öryggisbúnaði í þeim öllum.

21.09.2021 - 25.10.2021

Aldursbil 16 - 106

Jónas B. Guðmundsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.