Við undirrituð skorum á stjórnvöld að sjá til þess að starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR fái viðunandi fjárveitingu til að halda úti sínu öfluga og menningarlega mikilvæga starfi. Mörg hundruð manns um allt land hafa nýtt sér þjónustu HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Starf verkefnisins er fyrst og fremst að stofna til fjölbreyttra viðburða til að koma hæfileikaríku listhandverksfólki á framfæri, bæði hérlendis og erlendis. Þessi starfsemi skapar störf sem byggjast á fjárfestingu í hugviti og hæfileikum íslensks listhandverksfólks.
08.09.2021 - 08.10.2021
Páll Kristjánsson