Undirskriftalisti

Responsive image

Við viljum ekki malbikunarstöðina Höfða í Hafnarfjörð

Með undirförulli leið ætlar Reykjavíkurborg að koma mengandi stóriðju á Álfhellu í Hafnarfirði, sem er í bakgarðinum á einu mest vaxandi íbúðahverfi bæjarins. Borgin hefur fengið neikvæð svör við því að fá að setja upp malbikunarstöðina Höfða á þessu svæði en er nú búin að kaupa lóð af annari malbikunarstöð og ætla að ganga þar inn með sína stöð. Mikil óánægja var meðal íbúa með uppsetningu þeirrar stöðvar á sínum tíma. Til stóð að borgin myndi setja Höfða á iðnaðarsvæði innan sinna borgarmarka en nú hefur verið ákveðið að koma henni frekar til Hafnarfjarðar í skjóli nætur. Við sem skrifum hér undir mótmælum því harðlega og krefjumst þess að Reykjavíkurborg hætti við þennan gjörning og finni stöðinni lóð á sínu eigin svæði. Íbúar Hafnarfjarðar geta ekki sætt sig við að Reykjavíkurborg ætli að flytja sína eigin malbikunarstöð í garðinn á einu stærsta íbúahverfi bæjarins. Til stóð að borgin myndi flytja stöðina á sitt eigið iðnaðarsvæði en hætt var við það, m.a. vegna mótmæla íbúa í næsta nágrenni við það. Reykjavíkurborg hafði ekki fengið jákvæð svör frá Hafnarfjarðarbæ um að fá að flytja stöðina þangað en nú ætlar hún bakdyramegin inn með því að kaupa land af annari malbikunarstöð sem var fyrir með leyfi. Mikil óánægja var á sínum tíma með uppsetningu þeirrar stöðvar en íbúum var tjáð að það væri færanleg stöð sem auðvelt væri að taka niður. Það eru ekki boðleg vinnubrögð og lýsir algjörum yfirgangi að ætla að setja upp mengandi iðnað í bakgarðinum hjá nágrönnum sínum í næsta sveitafélagi. Það leiðir einnig af sér aukna umferð og mengun að flyta malbikið í gegnum þrjú önnur sveitafélög til að koma því til Reykjavíkur.

14.07.2021 - 14.08.2021

Aldursbil 0 - 120 Sveitarfélög Hafnarfjarðarkaupstaður Póstnúmer  220, 221

Birgir Örn Guðjónsson

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.