Undirskriftalisti

Responsive image

Garðyrkjuskólinn áfram á Reykjum!

Nám í garðykju hefur í rúm 80 ár átt heima á Reykjum í Ölfusi eða allt frá stofnun Garðyrkjuskóla ríkisins 1939. Nú á að flytja garðyrkjunámið undan Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og undir Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) en brögð eru að því að Reykir eigi í þessum aðskilnaði að verða eftir í umsjá LbhÍ. Þegar garðyrkjunámið er farið út úr LbhÍ þá er garðyrkja ekki lengur á fagsviði Landbúnaðarháskólans, engir garðyrkjusérfræðingar þar inni, engin þekking eða skilningur á garðyrkju. Þetta er að gerast á sama tíma og gífurleg vakning er í landinu um garðyrkju og ræktun, sem byggir á kynningarstarfi garðyrkjufólks sem menntast hefur frá Reykjum og verið ötult við að miðla þekkingu sinni um allt samfélagið. Þar hafa starfsmenn Garðyrkjuskólans verið mjög áberandi og lagt sín lóð á vogarskálarnar við að byggja upp góða ímynd fagsins. Vilja menn að námið sé í upplausn? Ef það gerist að LbhÍ haldi Reykjum og staðarhaldinu þar þá verður enginn Garðyrkjuskóli til, hugsanlega kannski garðyrkjunám í einhverri mynd á meðan það fjarar út. Ef ekkert er að gert mun þessi menntun hverfa af Suðurlandi, af Reykjum. Þetta má ekki gerast, 80 ára starf er í húfi! Við viljum sjálfstæðan fagskóla garðyrkju og umhverfismála á Reykjum. Hann getur verið með sterka tengingu við FSu og verið í samstarfi um tilraunir og rannsóknir við alla þá sem vilja slíkt samstarf.

18.03.2021 - 21.04.2021

Allir Íslendingar

Kristín Snorradóttir

Skráningar á listaÞað hafa skráð sig á listann.
Það hefur enginn skráð sig á listann ennþá.
Það hefur einn skráð sig á listann.